Dagskrá og skipulag
Dagskrá fer að mestu fram á netinu en hópurinn mun einnig hittast á vinnustofu og á lokaviðburði.
Fræðslufyrirlestrar
Fræðslufyrirlestrar verða haldnir á þriðjudögum og fimmtudögum og þá munu mentorar einnig funda með þátttakendum.
Vinnustofa
Vinnustofa verður haldin í Hveragerði 25. - 26. september þar sem lögð verður áhersla á hópefli og sjálfstraust og farið yfir hvernig verkefni eru kynnt.
Ráðgjöf
Þátttakendur fá ráðgjöf hjá sérfræðingum landshlutasamtakanna og mentorum sem sérstaklega verða valdir fyrir verkefnin.
Lokaviðburður
Lokaviðburður verður haldinn á Akureyri 30. október þar sem teymin kynna verkefni sín. Viðburðurinn er liður í fjárfestahátíð sem fram fer á sama tíma.